139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:26]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að gera alvarlega athugasemd við fundarstjórn forseta. Í dag hefur kristallast í fundarstjórn forseta sú alvarlega staða sem er á Alþingi Íslendinga, sú mismunun sem þingmenn stjórnarandstöðunnar og stjórnarliðsins eru beittir. Hér á Alþingi féllu í dag mjög móðgandi ummæli um til dæmis forseta Íslands og eina ráðið sem forseti Alþingis, samstarfsaðili í ríkisstjórnarflokki, beitti var að ávíta þingmanninn. Hann var samt ekki ávíttur persónulega heldur voru allir þingmenn ávíttir og viðkomandi þingmaður sem lét þessi ummæli falla var ekki ávíttur sérstaklega. Svo kemur hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir hingað og segir að allir stjórnarandstæðingar hafi greindarvísitölu undir miðlungi. Ekki var hv. þingmaður ávíttur í það sinn. (Forseti hringir.) Svo glymur hér bjallan eins og (Forseti hringir.) enginn sé (Forseti hringir.) morgundagurinn þegar (Forseti hringir.) stjórnarandstæðingar (Forseti hringir.) tala. Ég geri athugasemd (Forseti hringir.) við þessa fundarstjórn forseta.