139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:34]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að taka undir beiðni hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar um að kalla til umræðunnar þá ráðherra sem hann nefndi. Ég fagna því að það virðist vera að nást aukin samstaða um það hvernig við eigum að haga umræðunni hér, það sé nauðsynlegt að allir ráðherrar séu viðstaddir hana. Ég beini því til frú forseta að hún hagi fundarstjórn sinni með þeim hætti að þeir ráðherrar sem hv. þm. Árni Þór Sigurðsson nefndi verði kallaðir til þessarar umræðu. Það væri mjög fróðlegt að heyra akkúrat innlegg til að mynda hæstv. utanríkisráðherra til þessa máls.

Ég nefndi það að kostnaðarmat fjármálaráðherra um þetta frumvarp hefði verið alls kostar ófullnægjandi. Það er eins og að ríkissjóður eigi nú mikla og digra sjóði, þannig leit það að minnsta kosti út í Icesave-málinu þegar við ræddum það, þ.e. að við hefðum efni á því að greiða þar háa vexti. Ég held að væri gagnlegt fyrir okkur öll hér að fá þessa hæstv. ráðherra til umræðunnar.