139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þegar þetta frumvarp verður að lögum gerist einmitt það sem hv. þingmaður talar um, girðingarnar á milli ráðuneyta minnka, fara vonandi burtu og það verður auðveldara að sameina stofnanir, meira að segja karlastofnanir og fækka þar þá vonandi og hagræða.

Hvað varðar aðstoðarmennina heldur þingmaðurinn því fram að hæstv. landbúnaðarráðherra sé með þrjá aðstoðarmenn. Ég veit ekki til þess. Ég held að hann sé með einn aðstoðarmann. Þannig er að núna mega ráðherrar hafa einn aðstoðarmann. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir megi hafa tvo aðstoðarmenn, sem aðstoðarmenn ráðherra. Síðan er stormsveit þriggja aðstoðarmanna sem hægt er að ráða í sérstök álagsverkefni. Það er ekkert flóknara en það.

Ef það er einhver maður í skrifstofustjórastöðu einhvers staðar í ráðuneyti sem kýs VG getur það ekki verið neitt alvarlegt. Ég held til dæmis að undanfarin ár hafi margir (Forseti hringir.) starfsmenn ríkisins kosið Sjálfstæðisflokkinn í þau 18 ár sem (Forseti hringir.) hann var hér við völd.