139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Atla Gíslasyni fyrir ágæta ræðu. Mig langar til að spyrja hann hvort eftirfarandi tilvitnun sem er úr greinargerðinni með frumvarpinu sé rétt og sannleikanum samkvæm, með leyfi herra forseta:

„Skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands, Samhent stjórnsýsla, er byggð á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, skýrslu starfshóps forsætisráðherra og skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndarinnar.“

Enn fremur:

„Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi þessu eru í öllum meginatriðum grundvallaðar á þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni.“