139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:20]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Að mínu mati er þessi staðhæfing í greinargerðinni bæði rétt og röng. Hún er röng varðandi það sem ég gerði að meginmáli í ræðu minni, þ.e. um framsal löggjafarvalds og skerðingu á sjálfstæði þingsins og það að geta flutt málefni að geðþótta milli ráðherra. Ég nefndi þó líka á hinn bóginn að ýmislegt í þessu frumvarpi væri til mikilla bóta og það á sér samsvörun í ábendingum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum þingmannanefndarinnar.