139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:23]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Almennt nei. Sérstaklega hefur verið nefnt að það þurfi sveigjanleika. Það kemur skýrt fram í niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem þingmannanefndin tók undir að hér sé þörf á formfestu og gagnsæi og að það sé full ástæða til að vinna gegn því sem þar er nefnt oddvitaræði. Þetta frumvarp nær því ekki að þessu leyti. Það opnar fyrir geðþóttaákvarðanir þó að ég hafi sagt að ég ætlaði ekki hæstv. núverandi forsætisráðherra það. Ég tek ekki svo stórt upp í mig.

Hvað varðar skýrslu þingmannanefndarinnar er misheppnað að sækja þangað röksemdir fyrir (Forseti hringir.) þessu frumvarpi um þau gagnrýnisatriði sem ég hef reifað.