139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:24]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Að gefnu tilefni langar mig að segja að ég tel að hér hafi verið flutt tímamótaræða í umræðu um þetta frumvarp, ákaflega málefnaleg og rökföst ræða hjá hv. þm. Atla Gíslasyni enda bjóst ég svo sem ekki við öðru. Í þingsályktunartillögunni sem þingmannanefndin var með og var samþykkt af þinginu öllu er lagt til að endurskoða fullt af lögum og gera stjórnsýsluúttektir á nokkrum stofnunum, lífeyrissjóðum, sparisjóðum, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Einnig er á bls. 6 fjallað um nauðsyn þess að Alþingi setji skýrar reglur um innleiðingu EES-gerða og hér er líka lagt til að stofna sjálfstæða ríkisstofnun. Enn fremur er lagt til að (Forseti hringir.) fá verkefninu ákveðna þingnefnd til að fylgja úrbótunum eftir.

Af því að þingmaðurinn (Forseti hringir.) kom inn á forgangsröðun verkefna langar mig að spyrja hv. þingmann hvaða önnur verkefni (Forseti hringir.) hann hefði tekið fram yfir þetta stjórnarráðsfrumvarp og hvort (Forseti hringir.) stjórnarráðsfrumvarpið megi ekki bíða.

(Forseti (KLM): Ég minni hv. þingmenn á að gæta að ræðutíma.)