139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég óska enn eftir því að hæstv. innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, sem hér áður fyrr krafðist þess ítrekað að ráðherrar væru viðstaddir mikilvæga umræðu, mæti við umræðuna og taki þátt í henni. Ég skora auk þess á hv. framsögumann nefndarálits meiri hlutans að taka til máls og ræða þau sjónarmið sem hér hafa komið fram, alveg sérstaklega þau sjónarmið sem komu fram hjá hv. þm. Atla Gíslasyni sem veitti forstöðu þeirri nefnd sem vann þá vinnu sem sagt er að frumvarpið byggist á. Hv. þingmaður segir að það sé ekki rétt. Mér finnst það afskaplega alvarlegt þegar formaður þingmannanefndar Alþingis segir að grundvöllur frumvarpsins sé ekki réttur. Í greinargerð með frumvarpinu stendur að það byggi á starfi þingmannanefndarinnar en svo kemur formaðurinn hingað og segir að það sé ekki rétt. (Gripið fram í: Flest rétt.)