139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:52]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að biðja hæstv. forseta að koma þeim skilaboðum til forseta þingsins, ef hæstv. sitjandi forseti ætlar ekki að gera það sjálf, að funda með þingflokksformönnum — það hefur ekki verið gert um langa hríð — til að fara yfir stöðu mála í þinginu, hvernig gangurinn á að vera og hvernig dagskráin á morgun verður o.s.frv. Það er hefð fyrir því að funda með þingflokksformönnum til að fara yfir hlutina.

En úr því að hér var verið að ræða ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar sem var að enda sína ræðu vil ég hvetja ... (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁI): Forseti vill í fullri vinsemd hvetja hv. þingmann til að ræða fundarstjórn forseta en ekki ræður þingmanna.)

Nei, ég er nefnilega að koma að því sem snýr að fundarstjórninni, forseti, í þessu, að hvetja forseta til að láta hv. þingmann fá ræðutíma til að endurtaka ræðuna, hún var mjög góð. [Hlátrasköll í þingsal.]