139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:59]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég beindi mjög einfaldri spurningu til frú forseta áðan um það hversu lengi þingfundur mundi standa í nótt. Er einhver möguleiki að fá svar við þeirri spurningu?

Maður veltir því fyrir sér hvort hæstv. forseti ætli í raun og veru ekki að svara þessari spurningu. Við þurfum að sjálfsögðu að skipuleggja vinnutíma okkar á morgun. Það er langur og strangur dagur fram undan. Ég ætla svo sem ekkert að kveinka mér undan því að vera hér þess vegna í alla nótt, ég get talað hér. Ég er á mælendaskrá milli kl. 4 og 5. Ég vil einfaldlega fá að vita hvort þingfundur muni standa þá? Er hægt að fá svar við þeirri spurningu, frú forseti? (Gripið fram í.) Ég held að það sé mjög brýnt að frú forseti svari þessum spurningum.