139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:30]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eitt atriði sem hefur verið talsvert til umræðu hér í dag og snýr að upptökum á ríkisstjórnarfundum. Sitt sýnist hverjum um þá tillögu og raunar hefur það komið fram í máli einhverra þingmanna sem hyggjast styðja þetta mál að þeir styðji ekki það ákveðna ákvæði.

Hv. þingmaður hefur mjög langa þingreynslu og hefur verið ráðherra en ekki geta margir sem hafa tekið þátt í umræðunum talað af þeirri reynslu að hafa verið ráðherrar líka. Það hefði verið fróðlegt að fá hæstv. ráðherra til að fjalla um einmitt þessa tillögu. Mig langar að spyrja hv. þingmann í ljósi reynslu hans hvaða áhrif hann telur að það hafi ef hljóðritun á ríkisstjórnarfundum, eins og gert er ráð fyrir í breytingartillögum, nær fram að ganga.