139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:37]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Vegna þess sem hæstv. forseti sagði áðan er ég nú búinn að vera margar vertíðir til sjós um ævina en enga eins og þá sem stendur yfir. Það er eins og maður viti ekki í hvaða bát maður á að fara á morgnana.

Klukkuna vantar 20 mínútur í þrjú að nóttu og fyrrverandi hæstv. forseti svaraði því til að þingfundur yrði eitthvað inn í nóttina en yrði væntanlega lokið fyrir morguninn. Ég spyr eins og hv. þm. Birkir Jón Jónsson: Gæti hæstv. forseti verið svo vinsamlegur að svara því hvað hann hyggst halda þingfundi lengi áfram þannig að hv. þingmenn geti skipulagt tíma sinn eins og þeir þurfa eðlilega að gera?

Eins vil ég beina því til hæstv. forseta, af því að hann nefndi vertíðirnar á Siglufirði, að það væri kannski ráð ef þetta vinnulag heldur áfram á hinu háa Alþingi að hæstv. forseti mundi beita sér fyrir því að settar verði kojur í þingflokksherbergin.