139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:39]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnst ástæða til að minnast á það þegar klukkan er langt gengin í þrjú að nóttu að þingmenn eru ekki vélar. Þingmenn eru mannlegir og þeir þurfa að hvíla sig eins og aðrir Íslendingar og aðrar mannlegar skepnur. Starfsfólk þingsins hefur afleysingarsystem en þingmenn hafa ekki afleysingarmenn til að leysa sig af í fyrramálið.

Hér er ég klædd og við erum í útsendingu allan sólarhringinn. Þarf ég að vera í þessum fötum aftur á morgun? Er möguleiki á því að ég komist heim í sturtu og skipta um föt og laga á mér hárið? Getur forseti upplýst okkur um hvenær þessum þingfundi lýkur því að ég á að mæta á fund í umhverfisnefnd klukkan hálfníu í fyrramálið, eftir örfáar klukkustundir? (BJJ: Já.) Ég bið hæstv. forseta að svara því hvenær þessum fundi lýkur.