139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:40]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvernig það er á vertíð í Siglufirði en eftir áætlun hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur að dæma gerir hún ráð fyrir því að Siglfirðingar fari aldrei í bað og heldur aldrei heim að leggja sig.

Þetta er að verða svolítið furðuleg fundarstjórn hjá hæstv. forseta og væri mjög gott að fá nákvæmari tímaáætlun; mun hann standa eitthvað inn í nóttina, verður honum lokið fyrir morgun, er hann eins og vertíð á Siglufirði sem gengur allan sólarhringinn? Gerir hæstv. forseti ráð fyrir því að ljúka fundi klukkan þrjú? Maður skyldi ætla að eftir þrjú værum við hætt að tala inn í nóttina og værum byrjuð að tala út úr nóttinni. Er það klukkan fjögur, fimm, sex? Það væri gott að fá aðeins nákvæmari tímasetningu á því þannig að menn geti gert (Forseti hringir.) lágmarksáætlanir.