139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:43]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Já, já, við þekkjum þetta nokkur úr sauðburði líka. (Gripið fram í.)

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með virðulegum forseta í iðnaðarnefnd sem hann veitir forsæti. Ég vil hrósa hv. þm. Kristjáni Möller fyrir afburðagóða fundarstjórn þar og fyrir að vera maður sátta og fyrir að leita allra leiða til að ná samkomulagi við þá sem þar eru, enda hygg ég að störf gangi ekki betur í öðrum nefndum en í hv. iðnaðarnefnd.

Nú höfða ég til þess drengs sem ég veit að virðulegur forseti hefur að geyma og ég veit að hann skilur vel þær spurningar sem fyrir hann eru lagðar. Ég veit að hann áttar sig á því að þær eru alveg eðlilegar. Nú bið ég hann um að taka ofan þann hatt sem hann hefur sett upp hér (Forseti hringir.) og setja upp hatt formanns hv. iðnaðarnefndar og koma með einhver svör til þingheims við þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar.