139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er þakkarvert ef hv. þingmaður ætlar að fara í atkvæðaskýringu og gera á einni mínútu grein fyrir afstöðu sinni til einstakra þátta. Þó að ég geti að sjálfsögðu ekki gefið hv. þm. Róberti Marshall nokkur fyrirmæli um það hvernig hann á að haga afskiptum sínum af þessari umræðu vildi ég engu að síður koma á framfæri þeirri ósk til hans, sem formanns nefndarinnar og framsögumanns meirihlutaálits, að hann gefi sér kannski ívið meiri tíma en gefst í atkvæðaskýringum til að koma rökstuðningi sínum á framfæri og hugsanlega til þess að útskýra einstaka þætti málsins sem valdið hafa töluverðum umræðum í þingsal.