139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Að samþykktu þessu frumvarpi vil ég fá að vita hvað gerist. Vegna þess að hæstv. forsætisráðherra sem flutti þetta frumvarp hefur ekki tekið þátt í umræðunni í dag, í gær reyndar, vil ég, herra forseti, koma þeirri spurningu til hæstv. forsætisráðherra hvort hún hyggist beita þessu frumvarpi og þá hvernig þegar það er orðið að lögum. Hvernig hyggst hæstv. forsætisráðherra beita þessu frumvarpi?

Þá vil ég að þeirri spurningu verði komið til hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hvort hann telji að eftir samþykkt frumvarpsins verði embætti hans lagt niður og einhverjir aðrir semji um aðild að Evrópusambandinu.

Síðan er ein spurning til hæstv. innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, um hvort hann styðji frumvarpið yfirleitt.

Ég óska eftir að herra forseti komi þessum spurningum áleiðis vegna þess að umræðan á sér ekki stað.