139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:38]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég held þegar þessu lýkur með því að þingheimur fær að ganga til atkvæða um þá tillögu sem lögð hefur verið fram í frumvarpsformi að þá þurfi að setjast yfir þingsköpin. Ekki er nóg með tvöfaldan ræðutíma, með vélina endalausu í þriðju, fjórðu og n-tu umferð ræðunnar, með sýndarandsvörum sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nú búið til úr því sem átti að létta þingið og gefa því lit og áferð, heldur er það líka þannig að hægt er að tala um atkvæðagreiðslu um kvöldfund í 126 mínútur, í tvo klukkutíma og sex mínútur samfleytt samkvæmt þingsköpunum og hin lýðræðislega stjórnarandstaða ætlar sér að gera eins mikið af því og hún getur.