139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:40]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Vegna orða hv. þm. Jóns Gunnarssonar um að ég hefði verið að deila á forseta þingsins og fullyrða það að hann hefði ekki tök á þingstörfum þá er það ekki réttilega lagt út af mínum orðum. Gagnrýni mín beindist ekki að forseta sem ég sé ekki betur en fari hér ágætlega að þingsköpum. Gagnrýni mín beindist að því ofbeldi sem stjórnarandstaðan sýnir með því að halda þinginu í gíslingu þvert á þingsköp og hindra þar með yfirstjórn þingsins í að stjórna þingstörfum. Það er með öðrum orðum verið að hindra þingið í störfum sínum á þessum alþjóðlega degi lýðræðisins. Þetta er auðvitað ekkert annað en óvirðing og svívirða og engin furða þó að virðing Alþingis sé í frjálsu falli eins og gengi krónunnar var hér um árið.