139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:47]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er því miður dæmigert fyrir stöðuna að þessu máli sem er þverpólitískt og hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir nefndi að búið væri að vinna mjög að og gert samkomulag um að yrði klárað, því er sleppt á meðan menn henda öllum mögulegum og ómögulegum málum á dagskrá, með fullri virðingu fyrir þeim.

Virðulegi forseti. Ég held að það skipti máli að við tónum okkur öll niður og hugsum þetta aðeins. Hér er mál sem, eins og hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir sagði, er ekki stórt í því samhengi þó það sé mjög stórt fyrir ákveðna einstaklinga, og menn eru farnir að láta það verða eitthvert tæki í — eigum við að segja lýðræðislegum leik?