139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:49]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég vil lýsa yfir stuðningi við það að á dagskrá verði tekin þingmannamál sem hafa verið afgreidd úr nefndum. Það er bitamunur en ekki fjár að vera með 49 mál á dagskrá en ekki 46.

Ég vek athygli á því að það mál sem hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir nefndi og ég er meðflutningsmaður að, er eitt af ágreiningsmálum þessa þings. Ég hef ekki gert athugasemdir við að ágreiningsmál lægju fyrir á septemberþinginu og styð þess vegna eindregið að þetta mál verði tekið á dagskrá og afgreitt í þinginu eins og öll önnur mál sem eru komin á dagskrána.