139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég kannast ekki við það úr þingsköpum að sérstaklega sé gert ráð fyrir heiðursmannasamkomulagi þingflokksformanna um mál sem einn þeirra flytur. Ég bið forseta um að tilkynna þegar slíkt heiðursmannasamkomulag er gert og þeim sem ekki eru taldir heiðursmenn sé tilkynnt á þinginu hvernig því er varið

Ég vil svo benda hv. formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins á að til þess að geta rætt málið, komi það á dagskrá, verður að linna þessu málþófi um það mál sem hefur verið tekið í gíslingu. Ég tel að málið sem hv. þingflokksformaður nefndi sé mjög vanrætt og þurfi mikinn tíma til að ræða það, bæði í þinginu og úti í samfélaginu. En forsendan er auðvitað sú að menn hætti málþófinu (Forseti hringir.) og kvabbinu og veseninu í þinginu til að geta farið að ræða alvörumál.