139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:51]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég styð eindregið að það mál sem hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir bar upp áðan verði tekið á dagskrá og því lokið með atkvæðagreiðslu á þessu þingi áður en því lýkur. Ég er stuðningsmaður málsins og hef litið svo á að samkomulag væri um að það yrði afgreitt. Ég hef fullan skilning á því að hæstv. forseti hafi ekki komið því á dagskrá alveg strax vegna þess að mörg önnur mál eru þar, en ég er þó með alveg feikilega góða tillögu sem er sú, að þegar við erum búin að tæma dagskrána undir kl. 4–5 í nótt verði tekinn extra klukkutími til að klára þetta fína mál.