139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:55]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Ég sé mig knúna til að koma upp og segja að ég tel að formaður þingflokks Vinstri grænna hljóti að vera að tala gegn betri vitund þegar hún lýsir þessu heiðursmannasamkomulagi eins og hún gerði áðan.

Svo vil ég líka segja, frú forseti, að það kemur mér hreint ekki á óvart að hv. þm. Mörður Árnason viti ekki hvað heiðursmannasamkomulag er.