139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:20]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður heldur því fram að með þessu frumvarpi sé verið að veikja valdheimildir Alþingis, það sé ekki verið að vinna neitt í samræmi við skýrslur þingmannanefndar eða rannsóknarnefndar. (Gripið fram í.) Þetta er rangt. Í þingmannanefndinni kom fram að það þyrfti að skerpa skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og það er akkúrat það sem við erum að gera, við erum að skerpa á þrígreiningu valds. Þar er kallað á að ábyrgð og völd fari saman. Það er alveg ljóst að sá sem ber ábyrgð á að skipulag sé í lagi þarf sá líka að hafa vald til að gera það.

Síðan bið ég hv. þingmann að lesa 6.–10. gr. frumvarpsins. Þar er verið að auka samhæfingu á milli ráðuneyta eins og kallað var eftir og þar er líka skýrt í hverju rannsóknar- og eftirlitsheimildir eru fólgnar. Eftir því var kallað. Í 12.–15. gr. er skýrt hvar ábyrgð liggur. (Forseti hringir.) Það var kallað eftir því að efla mannauðinn í ráðuneytunum og það var gert (Forseti hringir.) í 18. gr. frumvarpsins með skipun hæfnisnefndar.