139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:41]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef beint því til forseta, hver sem hann hefur verið á hverjum tíma síðustu sólarhringana, þeirri einföldu spurningu hver stjórni þinginu. Hér var fyrirhugaður septemberstubbur, níu daga þing þar sem farið yrði yfir brýn mál, mál sem væri samkomulag um og sem væri hægt að klára. Þingið hefur skipulagt tíma sinn þannig að til að mynda í næstu viku var fyrirhugað að utanríkismálanefndarþingmenn færu utan sem og fleiri. Ég býst við að aðrir þingmenn hafi skipulagt tíma sinn þannig að þeir væru á öðrum stöðum í næstu viku.

Í gær voru á dagskrá 32 mál og mér blöskraði nokkuð hvernig mönnum datt í hug að hægt væri að klára þau á næstu tveimur sólarhringum. Í morgun voru málin orðin 46 og ég vona að stjórn þingsins hafi ekki látið sér detta í hug að klára 46 mál á þessum sólarhring. Var ekki meiningin að styrkja og bæta (Forseti hringir.) vinnubrögðin á þinginu? Ég fer fram á það við forseta að það verði upplýst (Forseti hringir.) hver stjórni þinginu.