139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:43]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Til að svara spurningu hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar ætla ég að leyfa mér að giska á að miðað við fregnir hæstv. sitjandi forseta um að hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra sitji á fundi með forseta Alþingis sé einmitt verið að leggja hæstv. forseta línurnar um það hvernig eigi að stjórna þingstörfunum. Á fundi þingflokksformanna sem lauk fyrir skömmu verð ég að segja að var mjög dapurlegt að verða vitni að því að hæstv. forseti, forseti allra þingmanna sem við kusum í stjórnarandstöðunni og ég hef afar góða reynslu af sem forseta þingsins, talaði á þeim fundi einungis í nafni meiri hlutans. Við heyrum og sjáum af þeim viðbrögðum sem við fáum við óskum okkar hér að framkvæmdarvaldið stjórnar störfum þingsins þessa dagana.