139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hef fylgst dálítið með þessari umræðu sem er orðin mjög löng og verð að viðurkenna að það gætir dálítið endurtekninga. En það er vegna þess að það koma ekki svör. Menn eru alltaf að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur. Hvernig ætlar hæstv. forsætisráðherra að nota þessi lög? Stendur hæstv. innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson með þessu frumvarpi? Eða hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason? Þetta eru alltaf sömu spurningarnar og það er búið að spyrja framsögumenn málsins aftur og aftur sömu spurninganna um galla í breytingartillögum meiri hlutans. Það fást ekki svör og ég held, frú forseti, því miður að þessi umræða muni halda áfram þangað til svör berast eða 1. október rennur upp.