139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla ekki að svara hv. þm. Merði Árnasyni en það er áhugavert að fá svo sem eins og 20 þingmenn Samfylkingarinnar í pontu. Þeir hafa ekki talað allir, langt í frá.

Ég vil benda hæstv. forseta á 56. gr. þingskapa en þar stendur í 1. mgr., með leyfi forseta:

„Forseti gefur þingmönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess þá er dagskrármálið er tekið fyrir. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við ráðherra, sem hlut á að máli, og framsögumann, svo og til þess að ræður með og móti málefni skiptist á …“

Þarna er gert ráð fyrir í þingsköpum að umræða eigi sér stað, fram komi svör og andstæð sjónarmið. Hér vantar alla hæstv. ráðherra og framsögumenn sem málið varðar til að ræða málið málefnalega.