139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:51]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður sem hér talaði er reyndur stjórnmálamaður, hann hefur verið ráðherra og þingmaður oftar en einu sinni og á sér öfluga stuðningssveit, m.a. nafnlausra en fjársterkra stuðningsmanna og talar þess vegna ekki bara eins og hvurt annað þorpsfífl, eins og við hin.

Mig langar til að spyrja hann í krafti hinnar víðtæku þekkingar sinnar og reynslu af hverju hann er á móti því að við förum í átt að því stjórnarfarsskipulagi sem tíðkast í nágrannaríkjum okkar Noregi, Svíþjóð og Danmörku.