139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:52]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er nokkuð opin spurning og ég ætla ekki að fara að lýsa stjórnarfarinu í þessum löndum og bera saman við Ísland. (MÁ: 2. gr. frumvarpsins.) Ég held að það sé mjög varhugavert að nálgast hlutina með þeim hætti. Ef við ætlum að bera saman stjórnarfarið í þessum löndum eru þau um margt mjög ólík okkar landi þrátt fyrir að þau séu nágrannalönd okkar.

Ég vil spyrja hv. þingmann úr því að hann kemur hér: Er hann í fullri alvöru fylgjandi því að færa í auknum mæli, eins og gert er í þessu frumvarpi, vald frá þingi yfir til hæstv. forsætisráðherra? Er það einlægur vilji hans? (MÁ: Svaraðu spurningunni.)