139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:19]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Það kann að vera að hæstv. forsætisráðherra leggi frumvarpið fram til að ná betri tökum á ríkisstjórnarliðinu og á þeirri atburðarás sem hún virðist enga stjórn hafa á. En er það ekki svolítið sérstakt í ljósi alls sem á undan er gengið og í ljósi ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar og fleiri þingmanna og þeirrar gagnrýni sem verið hefur í samfélaginu að það skref sé stigið að flytja völd frá Alþingi til framkvæmdarvaldsins með þessum hætti til að bregðast við innri vanda ríkisstjórnarinnar, ef það er það sem hv. þingmaður á við? Er það ekki mjög hættuleg þróun til lengri tíma ef framkvæmdarvaldið og hv. þingmenn fara sífellt oftar þvert gegn þeim tillögum sem samþykktar hafa verið?