139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:22]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Þegar rætt er um að fyrirkomulagið muni auka sveigjanleika og skilvirkni þá virðist það ekki hafa verið vandamál varðandi breytingar á Stjórnarráðinu að þingið hafi staðið í vegi breytingum á ráðuneytaskipan og því um líku. Við erum búin að gera mjög mikið af því á undanförnum fjórum árum og þá koma til aðrir þættir sem ég hef ekki tíma til að ræða í stuttu andsvari en ég mun gera það í síðari ræðu.

Varðandi þá breytingartillögu sem liggur fyrir fagna ég því eðlilega að búið sé að slá það í gadda bæði af stjórnarliðum og stjórnarandstöðu og að menn reyni að finna einhverja lausn á því þrætumáli sem uppi er. Stærsti gallinn við þá þingsályktunartillöguna er sá að aðeins er gert ráð fyrir einni umræðu um hana. Af hverju má það mál ekki ganga til nefndar þar sem það verður unnið og (Forseti hringir.) ályktað um það? Það er stærsti gallinn í mínum huga á þeirri tillögu sem liggur fyrir.