139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:42]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Það gerir það að nokkru leyti. Ég tek undir að það væri áhugavert að heyra álit hæstv. innanríkisráðherra á málinu og að hann viðraði hér skoðanir sínar.

Í umræðum fyrr í dag í andsvari við ræðu mína var ég spurður hvort ég teldi þau vinnubrögð sem hér væru viðhöfð fagleg og vönduð. Mig langar að spyrja hv. þingmann að því hvort hann telji það að troða þessu í gegnum þingið í bullandi ósætti, máli sem ætti kannski að leita víðtækari sáttar um eins og gert var t.d. með breytingar á þingskapalögum, geti flokkast undir fagleg og vönduð vinnubrögð sem sæmi Alþingi og að við eigum að standa þannig að þessu í framtíðinni þegar við breytum málum, sem eru ekki dægurmál heldur eiga að standa til lengri tíma, að keyra þau bara í gegn á minnsta mögulega meiri hluta.