139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann sé enn þá að gera upp hug sinn gagnvart því máli sem er til umræðu, hvort hann sé enn þá í umræðunum að leita að svörum til að gera upp hug sinn hvort hann muni styðja málið eða ekki. Ég get fyrir mitt leyti skilið að menn þurfi rými hér í umræðum til að skoða alla fleti til þess einmitt að komast að niðurstöðu. Mér heyrist hv. þingmaður hafa gert það, að hann sé þeirrar skoðunar að þetta sé vont frumvarp og hann muni ekki styðja það. Það getur verið rangt hjá mér, hv. þingmaður leiðréttir mig þá ef það er misskilningur.

Ef þetta er niðurstaðan, sem ég held að sé, er þá ekki kominn tími til að hv. þingmaður láti þá niðurstöðu sína í ljós með því að ýta á nei-takkann í atkvæðagreiðslu?