139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Umræða um það mál sem við ræðum er alger skrumskæling á þeirri umræðu sem á að eiga sér stað á Alþingi. Samkvæmt stjórnarskrá skulu mál fara í þrjár umræður. Það þýðir að þau eiga að fara í umræður, ekki í einræðu. Þeir sem flytja málið og þeir sem málið varðar eiga að svara spurningum og bollaleggingum þingmanna. Þeir eiga að koma upp í ræðustól og sýna Alþingi þá virðingu að svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Það gerist ekki. Í allri þessari einræðu stjórnarandstæðinga hefur engu verið svarað. Það er algjör vanvirða við Alþingi og stjórnarskrá landsins.