139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:53]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er þyngra en tárum taki að sjá að það er ekki forseti Alþingis sem ræður dagskrá þingsins. Það er hreint með ólíkindum að verða vitni að því að hæstv. forsætisráðherra er líka með þær hótanir í þinginu sem hún notar í Stjórnarráðinu og á ríkisstjórnina. Hvert er hlutverk forseta Alþingis? Er það ekki að sjá til þess að hér fari fram málefnalegar umræður og að þingmenn fái svör við spurningum sínum? Ég minni á það enn á ný, herra forseti, að forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Forseti Alþingis er ekki forseti hæstv. forsætisráðherra. Hér verður að fara að grípa inn í og virða þau valdmörk sem stjórnarskráin setur, samanber 2. gr. hennar. Það er ólíðandi að þetta sé með þessum hætti og það er ólíðandi að hæstv. forseti grípi ekki til þeirra ráða sem hann (Forseti hringir.) hefur til að stöðva fund ef hæstv. ráðherrar eru á öðrum fundi. (Gripið fram í.) Þess vegna verður að mínu mati að stöðva þingfund tafarlaust, (Forseti hringir.) herra forseti.