139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er ekki nóg að menn séu í húsinu. (Gripið fram í: Nei.) Það er ekki nóg að menn séu í salnum. Ég vil sjá svör við spurningum og ég vil að hæstv. ráðherrar taki þátt í umræðu sem fjallar um mál sem þá varðar, í samræmi við 56. gr. þingskapa Alþingis. Þar stendur að forseti geti gefið þeim ráðherrum sem málið varðar strax orðið til þess að hér myndist umræða. (Gripið fram í: Akkúrat.) Það hefur ekkert upp á sig að ræða þetta dag eftir dag ef ekki fást svör. Ég vil benda hv. forseta á að tvær vikur eru til 29. september og daginn eftir falla lögin um gjaldeyrishöftin úr gildi. Við verðum því í síðasta lagi að ljúka þessu 28. september. Þangað til eru 12 sinnum 24 tímar.