139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:47]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þeir ráðherrar sem margítrekuð beiðni hefur verið lögð fram um að komi í salinn til að taka þátt í umræðum, hafa enn ekki séð sér fært að koma. Ég hef fram að þessu lagt til að við nýttum tímann til að fara yfir önnur mál, einhver af þeim nærri því 50 málum sem bíða. Á þá tillögu hefur ekki verið fallist. Hins vegar hef ég aðra tillögu fyrir frú forseta. Sá forseti sem nú situr í forsetastóli sagði frá því áðan að í dag væri dagur lýðræðis. Það vill svo vel til að á degi lýðræðis eru kosningar í Danmörku. Það er allt útlit fyrir að systurflokkar Framsóknarflokksins í Danmörku séu að vinna mikinn sigur í þeim kosningum. (Gripið fram í: Jess!) Mér þykir því við hæfi að við gerum stutt hlé á meðan við bíðum eftir ráðherrunum til að gefa þingmönnum tækifæri til þess að fylgjast með gangi mála í Danmörku þar sem stefnir í mjög ásættanleg úrslit og jafnvel bara mjög góð (Forseti hringir.) úrslit fyrir systurflokka Framsóknarflokksins sem (Forseti hringir.) hlýtur að vera (Gripið fram í.) mikið fagnaðarefni.