139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:55]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég geri ekki athugasemdir við tillögu hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur og mælist til þess að hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir fái að ljúka máli sínu áður en þingfundi verði frestað. Þá langar mig að spyrja hv. forseta hvort við getum treyst því að þegar hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir hefur lokið máli sínu og ef hæstv. forsætisráðherra verður þá ekki kominn í salinn til að svara þeim spurningum sem beint hefur verið til hennar, verði fundi frestað þar til forsætisráðherra sér sér fært að taka átt í umræðu og svara spurningum. Því fyrr sem við fáum þær upplýsingar hvenær hæstv. forsætisráðherra getur tekið þátt í umræðunum, þeim mun fyrr er hægt að ljúka þeim, hygg ég.