139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:23]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að staldra aftur við punktinn um þessa tvo jafnsettu ráðherra við sama ráðuneyti, jafnvel þrjá jafnsetta ráðherra. Þingmaðurinn tekur sem dæmi atvinnuvegaráðuneyti og að innan þess ráðuneytis sé hægt að hafa þá tvo jafnsetta ráðherra. Erum við þá bara ekki komin með sama fyrirkomulag og við erum með nú? Við erum með iðnaðarráðherra og við erum með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hvers vegna er barist fyrir því nótt eftir nótt að koma þessu frumvarpi í gegnum þingið þegar fyrir liggur að það eigi svo að setja þessa tvo ráðherra undir sama hátt í sama húsnæði og að þeir verði jafnsettir? Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa nægilega skýra stefnu í því hvernig hún ætlar að meðhöndla hina andlitslausu ráðherra og hin nafnlausu ráðuneyti vegna þess að það er bara, eins og við vitum, kveðið á um einn ráðherra í frumvarpi þessu, forsætisráðherrann. Þetta verður að skýra (Forseti hringir.) betur, frú forseti.