139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Væru tveir ráðherrar jafnsettir yrði náttúrlega hagræði af því í hinni svokölluðu stoðþjónustu sem er á öllum skrifstofum og öllum ráðuneytum. Hún yrði sameinuð, ef það svar nægir. Ég hef alla mína tíð unnið á skrifstofum og í fyrirtækjum og skil vel hvað ég er að segja, en kannski skilja það ekki allir. Þótt tveir yfirmenn sameinist um einn sérfræðing sem vinnur að þeim málum sem heyra undir einn ráðherra er það stoðþjónustan sem má ná hagræði í. Það er ómögulegt fyrir einhvern sérfræðing að tilheyra tveim herrum enda er alveg skýrt hvaða málefni sérfræðingurinn sinnir. Þannig getur verið hagræði í því að hafa (Forseti hringir.) tvo jafnsetta ráðherra yfir sama ráðuneyti.