139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:26]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég nefndi í ræðu í dag að í vor hefði verið gerð tilraun til að breyta ráðuneytunum. Þá voru ráðuneyti sameinuð, þ.e. það varð til velferðarráðuneyti og svo innanríkisráðuneyti. Það var hins vegar ekki meirihlutastuðningur við að búa til atvinnuvegaráðuneyti eða auðlindaráðuneyti eða hvað það átti að kallast. Það varð úr að sameina tvö ráðuneyti en ekki ganga alla leið.

Ég þakka vel að merkja hv. þingmanni fyrir málefnalega og góða ræðu og held að þingmenn ættu að þakka þingmanninum fyrir hana. Svo langar mig að spyrja hv. þingmann: Ef það fyrirkomulag sem er reiknað með að taki gildi samkvæmt þessu frumvarpi hefði verið komið í gagnið í vor, hefði þá þessi staða komið upp í þinginu, þ.e. hefði þingið (Forseti hringir.) hafnað því (Forseti hringir.) að farið yrði í þriðju sameininguna? Hefði málið þurft að koma til þingsins?