139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:34]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get alveg á sama hátt sagt við hv. þm. Ásmund Einar Daðason að það sé ekki hægt að tala með þessum hætti. Við erum að reyna að skiptast á skoðunum, við erum á öndverðri skoðun. Það er alveg klárt að samkvæmt þessari frumvarpsgrein er skýrari munur á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds en — (Gripið fram í: Það er ekki alveg klárt.) Ég held því fram að svo sé. Mér finnst það vera. Okkur greinir á um það, það verður bara að hafa það, hv. þingmaður. Þannig er það samt.

Ég segi enn og aftur að til að reyna að brúa það bil sem er á milli okkar í þessum skilningi hefur verið lögð fram miðlunartillaga og ég spyr hv. þingmenn hvort þeir séu ekki tilbúnir að líta á hana (Forseti hringir.) og koma þessu máli aftur til allsherjarnefndar?