139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:01]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Johnsen fyrir ansi yfirgripsmikla ræðu sem á margan hátt setti mjög nýjan vinkil á þetta mál svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hv. þingmaður fór víða í ræðu sinni og nefndi skúma, háhyrninga, sauðnaut, nashyrninga, geitunga að nafni vespa mandarinia og notaði líkingamál á margan hátt. Áður en kom hann kom að þessu fór hann inn á ríkisstjórn í ógöngum og fleira í þeim dúr. Mig langaði að spyrja hann: Af þeim líkingum sem hann notaðist hvað mest við, hverjar telur hann að eigi best við?