139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:20]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir þessa ósk hjá hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að hæstv. fjármálaráðherra komi í salinn sem og hæstv. forsætisráðherra, og kannski sérstaklega hæstv. fjármálaráðherra þar sem hann hefur haft mjög skýra stefnu í þessum málum í gegnum tíðina. Hún kom vel fram í umræðum árið 2007 um einmitt breytingar á tilfærslu innan Stjórnarráðsins sem ég hyggst fjalla um í ræðu síðar í dag. Ég hefði gaman af að ræða við hæstv. fjármálaráðherra um skoðun hans á þessu máli, hvort hún samræmist því sem hún gerði þá og því sem kom fram hjá hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða hvort skoðun hans núna sé sú sama og hæstv. forsætisráðherra. Það væri mjög fróðlegt og gott inn í þessa umræðu að fá aðeins yfirsýn á það hver skoðun þessara ráðherra er á þessum málaflokkum, því að það virðist vera orðið mjög erfitt að átta sig á henni því að hún virðist breytast jafnhratt og veðrið á Íslandi og við vitum, frú forseti, að það breytist mjög hratt.