139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:41]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég skil ekki þörf þingmanna til að vera með ráðherra í salnum, ég hélt að þingið væri með þetta mál til umfjöllunar (Gripið fram í.) og þetta væri komið úr þingnefnd til umræðu. Það virðist vera alveg sérstök þörf af hálfu ýmissa þingmanna að hafa ráðherra sér við hlið meðan málið er rætt, en hvað um það, það er þeirra mál.

Hér var efast um eða um það vöknuðu spurningar rétt áðan hjá einhverjum hv. þingmönnum hvort meiri hluti væri fyrir þessu máli, sem einhverjir töldu að væri ekki. Það er hægt að skera úr um það mjög fljótt með því að taka málið til atkvæðagreiðslu. Ég skora á forseta að láta ganga til atkvæða um málið og greidd verði atkvæði um það sem allra fyrst til að láta reyna á það hvort þingmeirihluti er fyrir því eða ekki.