139. löggjafarþing — 164. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:10]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stórt er spurt (Gripið fram í: Ekki fátt um svör.) en ég skal svara samkvæmt bestu samvisku. Það er ekki til neitt einhlítt svar við því hvort það séu einhverjar líkur á því að hér komi forsætisráðherra eða ríkisstjórnin fram með frumvarp sem muni skerða enn rétt þingmanna, eins og hv. þingmaður nefndi til dæmis málfrelsi, með því að breyta þingsköpum. Það er ómögulegt að spá fyrir um slíkt. Það er verið að varða leiðina eitthvað en hvert það leiðir veit ég ekki.

Hin spurningin snerist um (BJJ: Stefnubreytingu Vinstri grænna.) stefnubreytingu Vinstri grænna. Það er svo sem ekkert flókið að svara þeirri spurningu, hér er í flestum málum um stefnubreytingu Vinstri grænna að ræða og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að Vinstri grænir hafa margklofnað, þingmenn yfirgefið þingflokkinn. Það eru brot í þingflokknum og deildir og sellur og annað slíkt þannig að það er ekki hægt að tala um eiginlegt stjórnmálaafl, heldur er þetta samsafn af gömlum minningum.