139. löggjafarþing — 164. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:54]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni innilega fyrir þetta. Þetta var nefnilega ekki í fyrri ræðunni allt saman en þar stendur þetta og ég undirstrika það með þessum orðum sem eru úr fyrri ræðunni, að vísu með fyrirvara um að hún er ekki yfirlesin, og það er þetta, með leyfi forseta:

„Framtíðarskýrsla Landsvirkjunar er í raun sú birta sem við höfum að horfa til.“ Ég hygg að þetta segi eiginlega mest um þetta mál. Hún er að vísu í fjórum hlutum og Jón Gunnarsson er ekki nema í einum hlutanum. En nú hef ég fundið málþófskaflann í ræðu Jóns Gunnarssonar frá því 13. september og ætla að lesa aðeins úr honum og það er svona, með leyfi forseta, og þetta er ég viss um að þarf ekki að lesa yfir því að ég heyrði þetta sjálfur:

„Málþóf er alveg hundleiðinlegt, það hefur enginn gaman af að standa í því, hvorki stjórnarandstöðuþingmenn né stjórnarþingmenn né fólkið í landinu sem hlustar á þetta, yfir sig hneykslað á þessum vinnubrögðum.“

Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa vakið athygli á þessu, að fólkið í landinu (Forseti hringir.) sem hlustar á hann er yfir sig hneykslað á vinnubrögðum hans.