139. löggjafarþing — 164. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:28]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki eingöngu að þessi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar sé að ríða þessari ríkisstjórn að fullu, eins og þingmaðurinn orðaði það, heldur er þessi ágreiningur og þetta verkleysi innan ríkisstjórnarinnar að ríða þessari þjóð að fullu. Það er bara hreint svoleiðis. Mér eru í fersku minni þau orð sem þingmaðurinn sagði úr þessum ræðustól í gær þegar hann flutti ræðu sína, að hann hefði tekið sér ársleyfi frá þingstörfum og kæmi hér inn í nánast sömu umræðuna, stopp í orkuframkvæmdum, stopp í Helguvík og ekkert að gerast í iðnaðarmálum fyrir norðan. (Gripið fram í.) Svona er stöðnunin. Úr þessu losnum við ekki fyrr en þessi ríkisstjórn fer frá völdum. Það er bara svoleiðis.

Að lokum langar mig til að spyrja þingmanninn hvort (Forseti hringir.) það sé ekki fullmikið í lagt að eyða fjármagni í að bæta þessum aðstoðarmönnum við í ráðuneytunum.